Klukkan tíu í dag hefst Norðurlandamót barnaskólasveita í skák hér í Vestmannaeyjum. Keppendurnir, fæddir 1996 og yngri, koma frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og tvær sveitir frá Íslandi, en gestalandið teflir fram tveimur sveitum. Um þrjátíu keppendur tefla á mótinu, fjórir keppendur í hverri sveit auk varamanna. Reiknað er með að um sextíu manns, keppendur, liðsstjórar og foreldrar, sæki Eyjarnar heim í tengslum við mótið. Mótið fer fram í Akóges og stendur frá föstudegi til sunnudags.