Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu saman fyrirtæki úr ýmsum áttum til að bæta enn frekar á upplifun gesta,“ segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova.
„Það skiptir okkur öllu máli að skapa eftirminnilega og jákvæða upplifun, bæði fyrir gesti og heimafólk í Eyjum. Erum við virkilega ánægð með útkomuna og samstarfið með Vöruhúsinu. Það er stór partur af okkar nálgun að gera hlutina öðruvísi og því fannst okkur extra skemmtilegt að geta kynnt splunkunýjan stað, stemningu, og umgjörð í ár. Nova PoppÖpp stimplaði sig svo vel inn í ár og mun klárlega snúa aftur að ári. Við viljum bara þakka öllum samstarfsaðilum fyrir samstarfið og við hlökkum til að gera enn betur á næsta ári,” segir Sigurbjörn. Ari.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst