Nýlega var settur í loftið vefurinn lodnufrettir.is, þar má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um gang loðnuveiða. Að sögn þeirra sem að verkefninu standa var loðnufréttir sett í loftið til að fylgjast með ævintýralegum aflabrögðum sem eiga sér stað í íslenskri landhelgi þegar loðnan lætur á sér kræla. Eins og flestir hafa heyrt þá stefnir í eina stærstu loðnuvertíð í 20 ár og því var ákveðið að setja upp síðu þar sem hægt er að fylgjast með framvindu vertíðarinnar, bera saman landanir skipa á þægilegan máta og lauslega vita hver verðmætasköpunin er í rauntíma. Þeir sem hafa komið inn á síðuna sem fyrstu notendur hafa allir áhuga á að rýna í hvernig verðmætin verða til en með því að fylgja eftir löndunum, nýtingu aflans og bera saman við heimsmarkaðsverð á mjöli, lýsi, og öðrum afurðum er hægt að slá upp til gamans hvernig gengur.
Að sjálfsögðu eru öll verð í þessu ekki búin að raungerast svo við styðjumst við tölur sem nefndar hafa verið í kynningum fyrirtækja fyrir komandi vertíð. Hér á árum áður var reglulega sagt í lok fréttatíma ríkisútvarpsins; “nú verða fluttar loðnufréttir” og er síðan móðins lausn til að fréttamenn nútímans þurfi ekki að lesa upp aflatölur hvers og eins skips dags daglega heldur verði einfaldlega hægt að fylgjast með á www.lodnufrettir.is Síðan er samstarfsverkefni miðlunar- og ráðgjafafyrirtækisins Aflamiðlun & nýsköpunarverkefnisins Aflarinn.is sem er afladagbók sem verður útgerðarmönnum til boða innan skamms.
Nú verða fluttar loðnufréttir




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.