Ný dráttavél á hverju vori



Í haust óskaði búrekstrarsvið Landbúnaðarháskóla Íslands eftir tilboðum frá vélasölum í vélar og tæki. Fjölmörg tilboð bárust en að lokum var ákveðið að gera fjögurra ára samstarfssamning við Vélaborg ehf.

Samningurinn var undirritaður föstudaginn 5. janúar og við það tækifæri sagði Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, að samningurinn félli afar vel að hugmyndum LbhÍ varðandi orkusparnað og umhverfismál.


Samningurinn felur í sér að búrekstrarsviðið fær hjá Vélaborg:
*John Deere 6830 dráttarvél, sex strokka, 140 hestafla með frambúnaði
*John Deere 6230 dráttarvél, fjögurra strokka, 100 hestafla með ámoksturstækjum.
*Lely Centerliner SX 4000C 2360 lítra áburðardreifara
*Lely Splendimo 320FC sláttuvél með knosara. Vinnslubreidd 3,2m
*Lely Splendimo 320FC framanátengd sláttuvél með knosara. Vinnslubreidd 3,2m.

Jafnframt var gengið frá fjögurra ára samningi um að Vélaborg útvegi LbhI John Deere 5820, sem er 92 hestafla dráttarvél. �?essi vél verður notuð til verklegrar aksturskennslu við skólann og gera honum kleift að stórefla kennslu á dráttarvélar.�?á mun Vélaborg jafnframt sjá um að selja notuð tæki fyrir LbhÍ samhliða þessum breytingum.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.