Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið í notkun nýja lögreglubifreið að gerðinni MERCEDES-BENZ – VITO TOURER. Bílnum er ætlað að leysa af 24 ára gamla Ford Econoline bifreið lögreglunnar sem var tekinn úr þjónustu og komið fyrir á Lögregluminjasafninu fyrir stuttu. Lögreglumenn sem Eyjafréttir ræddu við létu vel af bílnum og sögðu hann þægilegan í akstri.
Bifreiðin er eins og önnur ný ökutæki í þjónustu lögreglunnar ekki í hennar eigu heldur tekin á leigu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst