Ný skilti og útgáfudagskrá
16. júlí, 2022

Hinn 16. júlí eru 395 ár liðin frá því að alsírsk ræningjaskip komu hér til Vestmannaeyja, rændu, brenndu, drápu 36 Vestmannaeyinga og tóku með sér 242 manneskjur héðan til Alsír, í Barbaríið, eins og Íslendingar kölluð Alsír á þeim tíma. Þar beið fólksins þrældómur og ill meðferð. Um 200 íbúar urðu eftir í Vestmannaeyjum, þjakaðir af sorg og missi ástvina sinna. Samfélagið var að miklu leyti lamað í langan tíma eftir þessa hræðilegu blóðtöku.

Sögusetrið 1627 hefur um nokkurt skeið  minnst þessara atburða árlega með mismunandi hætti. Í boði hefur jafnan verið fjölbreytt dagskrá. Haldnar hafa verið sýningar og ráðstefnur, farið hefur verið í Tyrkjagöngur og þar fram eftir götunum. Eyjamenn og gestir þeirra hafa tekið þessum viðburðum afar vel og hafa þeir verið afar vel sóttir.

Nú í ár mun Sögusetrið minnast þessara atburða með svolítið öðrum hætti. Víða um Heimaey eru söguleg skilti fyrir okkur Eyjamenn og ferðafólk sem sækir okkur heim. Sum þessara skilta tengjast Tyrkjaráninu beint en önnur tengjast sögu Vestmannaeyja með öðrum hætti. Þessi skilti eru mörg hver orðin illa farin og óskýr og þess vegna kominn tími til að endurgera þau þannig að þau sómi sé vel og því hlutverki sem þau gegna. Sögusetrið hefur því ákveðið að endurgera þessi skilti og verður strax í dag, 16. júlí, hafist handa með því að setja nýtt skilti við Sængurkonustein. Á næstunni verða svo önnur skilti endurnýjuð víða um  Heimaey.

Sögusetrið 1627 hefur ýmislegt annað á dagskrá sinn þetta árið. Þar ber helst að nefna að hinn 21. okt. í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Alfreðs Washington Þórðarsonar. Hann samdi á sínum tíma fjölda fallegra laga sem sum okkar þekkjum en mörg þeirra eru lítt kunn. Í tilefni af árstíð Alfreðs mun Sögusetrið gefa út hefti með 13 lögum Alfreðs í útsetningu Kittyar Kovács. Útgáfudagskrá verður í  Safnahúsinu hinn 21. okt. nk. og er öllum opin. Þar verður fjallað um tónskáldið og lög hans og nokkur þeirra flutt. Nánar verður fjallað um þessa útgáfudagskrá síðar.

Með bestu kveðjum. F.h. Söguseturs 1627

Ragnar Óskarsson formaður.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst