Sara Sjöfn Grettisdóttir hefur verið ráðin blaðamaður hjá Eyjafréttum. Hún hefur undanfarna mánuði verið lausapenni blaðsins en fer nú í fast starf. Sara Sjöfn er í sambúð með Bergi Páli Gylfasyni. Einnig hefur Guðrún Marý �?lafsdóttir hafið störf hjá Eyjafréttum en hún mun sjá um rekstrarhlið blaðsins. Guðrún Marý hefur einnig verið lausapenni blaðsins en fer nú í fast hlutastarf. Hún er gift Bjarna �?lafi Guðmundsyni. �?á hefur orðið sú breyting að Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur látið af störfum hjá blaðinu.