Það eru spennandi tímar framundan hjá Eyjalistanum. Á aðalfundi listans, sem haldinn var 7. janúar sl., voru stjórnarskipti og ný stjórn kjörin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýkjörinni stjórn.
Ný stjórn Eyjalistans er þannig skipuð: Arna Huld Sigurðardóttir, formaður, Anton Örn Björnsson, varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir, gjaldkeri, Hildur Rún Róbertsdóttir, ritari og Sigurður Þór Símonarson, meðstjórnandi.
Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnin sé full tilhlökkunar að hefja störf og vinna áfram af krafti með bæjarfulltrúum Eyjalistans, félagsfólki og nefndarfólki að áframhaldandi uppbyggingu og þróun í Vestmannaeyjum.
Eyjalistinn stefnir að því að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram 16. maí næstkomandi. Í því sambandi er leitað að áhugasömum einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum — hvort sem er með því að taka sæti á framboðslista eða taka þátt í starfinu með öðrum hætti.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótun stefnu Eyjalistans til næstu fjögurra ára eru hvattir til að hafa samband við stjórnina. Jafnframt eru ábendingar um drífandi einstaklinga sem gætu átt heima í öflugu teymi Eyjalistans vel þegnar.
Hafa má samband við stjórnina beint eða senda tölvupóst á hildurrrobertsdottir@gmail.com. Tryggjum áfram málsvara í bæjarstjórn fyrir fjölbreyttan hóp Eyjafólks, segir í tilkynningu stjórnarinnar.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.