Nýr inngangur á heilsugæslu
HSU007
Starfstöð HSU í Eyjum.

Í dag verður nýr inngangur opnaður á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum og þar fyrir innan ný móttaka og biðstofa.  Þeir sem eiga erindi utan hefðbundins opnunartíma koma fyrst um sinn áfram inn um kjallara, en síðar verður það einnig um nýja innganginn. Aðalinngangi í norður verður lokað!

Gengið verður inn að sunnan og er aðkeyrsla og bílastæði frá Helgafellsbraut. Þeir sem eiga erindi á 1. hæð, þ.e. á heilsugæslu, rannsóknastofu og myndgreiningu/ röntgen noti nýja aðganginn.

Sjá meðfylgjandi skýringarmynd neðar.

Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæði HSU í Vestmannaeyjum og er þessi breyting lok á fyrsta áfanga.

Í kjallara er inngangur í norður frá Sólhlíð sem ætlaður er fyrir gesti á sjúkradeild og á þriðju hæð, meðal annars í sjúkraþjálfun, sérfræðiþjónustu, mæðravernd, skrifstofur HSU og eins og áður sagði heimsókn á heilsugæslu utan hefðbundins opnunartíma fyrst um sinn.  Mælst er til þess að þá séu notuð bílastæði norðan megin, en þar eru einnig bílastæði starfsmanna á eystra bílastæðum.

Aðkoma sjúkrabíla er í kjallara norðan megin og er stranglega bannað að leggja við kjallarainngang þar sem það gæti truflað aðkomu þeirra.

Aðgangur að kapellu er frá Sólhlíð, gengið inn að vestan.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.