Í Rangárþingi eystra eru um 1.700 íbúar en sveitarfélagið varð til við sameiningu sex hreppa. Unnur Brá segir mikla vinnu hafa farið í að móta nýja sveitarfélagið og íbúarnir hafi sýnt mikinn þroska í öllu því ferli. �?Hérna er landbúnaður stóra málið en helmingur íbúanna vinnur við landbúnað og hér eru að rísa stór bú með tæknivæddum fjósum. �?etta er stórt sveitarfélag sem sést á því að við erum með næstmesta skólaakstur á landinu. Við lítum til þess hvað börnin okkar ferðast mikið um vegina og teljum nauðsynlegt að auka öryggi á vegunum með því að bæta þá. Hér vantar mikið upp á að allir vegir séu með bundnu slitlagi,�? sagði Unnur Brá.
Hún leggur áherslu á að efling menntunar í Rangárvallasýslu sé þáttur sem verði að takast á við af festu. �?Við erum að undirbúa að fá framhaldsskóla heim í héraðið og ætlum okkur að vera í samstarfi við aðra skóla á Suðurlandi við þá uppbyggingu. Við erum að móta þetta verkefni sem við teljum vera eitt af stóru málunum við að styrkja byggðina. Annað stórt mál er bættar samgöngur við Vestmannaeyjar. Við horfum til Bakkafjöruhafnar og jarðganga í tengslum við vaxandi samstarf við Vestmannaeyjar. �?ar er hátt þjónustustig, góðar verslanir og mikið íþróttastarf. �?etta teljum við veigamikla þætti þegar við horfum til þeirra tækifæra sem opnast með betri samgöngum. Svo er það líka skemmtilegt að margir Eyjamenn eiga ættir að rekja undir Eyjafjöllin eða í Landeyjar,�? sagði hún.
Nýr öxull fyrir Suðurland
Við finnum verulega fyrir áhuga fólks á breyttum búsetuháttum. �?etta kemur fram í fyrirspurnum fólks um lóðir, lönd og búsetumöguleika í sveitarfélaginu. Mér finnst að eitt mesta breytingaskeið okkar sé framundan. �?g sé fram á að við getum skapað hér grundvöll fyrir Rangæinga sem farið hafa í framhaldsnám og vilja starfa hér. Okkur vantar fleira fólk inn í héraðið og þá um leið háskólamenntað fólk. Við teljum að hér sé að myndast nýr öxull fyrir Suðurland sem muni skapa verulegan hagvöxt hér og í Vestmannaeyjum með nýjum tækifærum. �?g hef þá trú að fólk muni leita hingað þar sem það finnur góðar aðstæður og þjónustu og fyrirtækin muni síðan koma og fylgja fólksstraumnum,�? sagði Unnur Brá þegar hún lýsti framtíðarsýn sinni.
�?Mér finnst spennandi tímar framundan og tækifærin á hverju strái. �?að er skemmtilegt til þess að hugsa að svæðið allt ætlar að vinna saman, Rangárvallasýsla, Vestmannaeyjar og Vestur-Skaftafellssýsla. Við viljum auka tækifæri barnanna okkar og í þeim efnum er það lykilatriði að menntunin sé nærtæk og góð,�? sagði Unnur Brá Konráðsdóttir.
Viðtalið birtist í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst