Eins og við sögðum frá í frétt fyrr í dag eru breytingar að verða á útgáfu Eyjafrétta. Hluti af breytingunni er nýr vefur Eyjafrétta og leit hann dagsins ljós í dag. Ný og endurbætt síða var opnuð í litlu boði í nýju aðsetri Eyjafrétta að Ægisgötu tvö.
Það var Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta sem opnaði síðuna og vel tókst til. Var almenn ánægja með vefinn meðal gesta.
Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og smellti af nokkrum myndum.