Annað fyrirkomulag verður á félagsmannaafslættinum við kaup á þjóðhátíðarmiðum í ár.
Í stað þess að kaupa miða á sérstakri síðu líkt og í fyrra þarf að skrá sig inn fyrir afslættinum hér: tix.is/ibv
Fyrst þarftu að tryggja að þú sé innskráð/ur á tix.is á þinn notanda, sá notandi þarf að innihalda upplýsingar um kennitölu gilds félagsmanns. Svo þarftu að “kaupa vöruna” félagsmaður ÍBV á 0 kr á slóðinni tix.is/ibv
Eftir þetta mun þinn notandi geta séð flipann “Félagsmaður ÍBV” efst í almenna kaupferlinu með helgarpössum, þar sem hann hefur möguleika á því að kaupa þrjá miða á sérstöku félagsmannaverði.
En forsala fyrir Þjóðhátíð 2023 hófst í liðinni viku og lýkur fyrir félagsmenn þann 4. júlí
Þjóðhátíð 2023 | Tímabil | Verð |
Félagsmenn ÍBV | 3. mars – 4. júlí | 20.000 |
Forsala | 3. mars – 20. júlí | 27.500 |
Miðaverð (Lokaverð) | 21. júlí – 5. ágúst | 35.500 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst