Nýtt háskólanám í Eyjum!

 

 

Núna í hádeginu var skrifað undir samning um að hefja kennslu í íþróttafræði á háskólastigi hér í Vestmannaeyjum. Aðilar að þessu samkomulagi eru Háskólinn í Reykjavík, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Vestmannaeyjabær. Boðið verður upp á þetta nám frá og með haustinu 2020. Ráðinn verður sérstakur umsjónarmaður námsins sem búsettur verður í Vestmannaeyjum.

 

Það er gott og jákvætt skref fyrir okkur Eyjamenn að fá nýtt háskólanám hingað til okkar og auðvitað má segja að það að sé sérstaklega góður grunnur fyrir einmitt íþróttafræði hér í Eyjum. Um nokkurra ára skeið hafa verið starfræktar íþróttaakademíur í grunn- og framhaldsskólum og almennt er hér mikil og sterk íþróttahefð.

 

Hugmyndin og frumkvæðið að þessu námi varð til hér í Eyjum en ég vil sérstaklega þakka Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrúnu Kristjánsdóttur, sviðsstjóra íþróttasviðs HR, og Páli Magnússyni, alþingismanni, fyrir að hafa unnið dyggilega að framgangi verkefnisins.

 

Þetta er gleðidagur fyrir okkur öll hér í Eyjum!

 

Íris Róbertsdóttir

Bæjarstjóri

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.