Nýtt skip Ísfélags sjósett

„Nýr ís­fisk­tog­ari Ísfé­lags­ins hf. var sjó­sett­ur hjá skipa­smíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi í dag og ber skipið nafnið Sig­ur­björg ÁR. Áætlað er að Sig­ur­björg komi til lands­ins um ára­mót­in og er smíðaverð um þrír millj­arðar króna,“ segir á 200 mílum mbl.is í dag.

 Segir að skipið sé hannað af Nautic ehf. fyr­ir út­gerðarfé­lagið Ramma á Sigluf­irði, en fé­lagið hef­ur sam­ein­ast Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. und­ir heit­inu Ísfé­lag hf. og er stefnt að því að skrá fé­lagið á markað.

Mesta lengd er 48,1 metri og breidd­in 14 metr­ar. Sig­ur­björg verður búin fjór­um tog­vind­um og aðal­vél­in 1.795 hest­öfl. Skipið hef­ur svipaða hönn­un og Ak­ur­ey og Viðey, en er aðeins styttra og er breiðari en þau. Þau skip voru smíðuð hjá Celiktrans fyr­ir Brim hf. og komu til lands­ins 2017.

Sig­ur­björg eldri var smíðuð árið 1979 í Slipp­stöðinni á Ak­ur­eyri. Útgerðin Magnús Gam­alí­els­son hf. gerði skipið upp­haf­lega út, en eft­ir sam­ein­ingu við Þormóð Ramma-Sæ­berg í lok síðustu ald­ar komst skipið í eigu nú­ver­andi eig­anda. Ný Sig­ur­björg mun síðan vera gerð út af hinu nýja sam­einaða fé­lagi Ísfé­lag hf.

Nánar af mbl.is

Aðsend mynd á mbl.is

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.