Nýtt skip Ísfélagsins væntanlegt síðdegis í dag

Álsey VE 2, uppsjávartogskipið sem Ísfélagið keypti nýlega, er væntanlegt til Vestmannaeyja frá Kanaríeyjum síðdegis í dag, laugardag. Skipið var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi og er vel búið tækjum. Það er 65,65 metra langt og 12,60 metra breitt og burðargeta þess er um 2.000 tonn í 9 tönkum með öflugu kælikerfi. Ólafur Á. Einarsson verður skipstjóri á skipinu en það verður strax gert klárt til veiða í norskíslensku síldinni og heldur því fljótlega á veiðar. Álsey verður til sýnis frá klukkan 14.00 til 16.00 á morgun, sunnudag.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.