Nýtt tölvusneiðmyndatæki keypt
23. janúar, 2015
Ákveðið hefur verið að ganga til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. �?etta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem birtist á vefsvæði stofnunarinnar. �??Kaupin á nýja tækinu eru unnin í samvinnu við konur í kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum sem hafa af miklum myndarskap og þrautseigju safnað fé til kaupa á tækinu,�?? segir í tilkynningunni.
�?ar kemur jafnframt fram að eldra tölvusneiðmyndatækið hafi verið ónothæft síðastliðið ár og því hafi ekki verið kostur á því að greina ýmis einkenni og sjúkdóma á staðnum. �??Af því hefur hlotist viðbótarkostnaður við sjúkraflug í einhverjum tilfellum. Vegna rekstrarvanda hjá fyrrum Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur ekki verið mögulegt að festa kaup á slíku tæki og því ber að þakka Líknarkonum framlag þeirra til samfélagsins í Vestmannaeyjum. Nýtt og fullkomnara myndgreiningartæki mun því að einhverju leyti spara þjónustuþegum HSU á svæðinu ferðir til rannsókna annars staðar. Með nýja tækinu verður jafnframt hægt að veita nánari greiningu á ýmsum vandamálum og tryggja öruggari meðferð við einkennum og bráðum veikindum,�?? segir jafnframt í tilkynningunni en í niðurlagi hennar kemur fram að vonir standi til að hægt verði að taka nýtt tæki í notkun eigi síðar en í maí á þessu ári.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst