ÓFÆRT
23. nóvember, 2023
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Margrét Rós Ingólfsdóttir

Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn.

Ekki markaðslegar forsendur
Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn.

Samgöngumál í skrúfunni
Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi.

Brostin loforð
Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum.

Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi.

Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust.
Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum.

Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga.

Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst