Lögreglan í Vestmannaeyjum verður að vanda með öflugt eftirlit fyrir og um þjóðhátíð, sem felur m.a. í sér eftirlit með hugsanlegu fíkniefnamisferli, umferð og eftirliti er varðar velferð ungmenna. Lögreglan minnir einnig foreldra og forráðamenn barna á að útivistarreglurnar eru í gildi þessa helgi eins og aðra daga ársins. Þá er bent á að ungmenni yngri en 18 ára eiga ekkert erindi á útihátíð án fylgdar fullorðinna. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu sem má lesa hér að neðan.