Ég hef verið að fylgjast með umræðu um landeyjahöfn undanfarið og verið sumum sammála og öðrum ekki, fólk talar um mikilvægi nýrrar ferju, eða gamallar ferju einsog Baldur sem er einhverjum árum eldri en gamli Herjólfur, það hefur verið rætt um staðsetningu hafnarinnar, einsog það væri bara ekkert mál að hnika henni til um nokkrar mílur og fram eftir götunum.