Óheimilt að funda öðruvísi en í fjarfundabúnaði

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og voru viðbrögð vegna veiruógnunar fyrsta mál á dagskrá. Bæjarstjóri fór yfir viðbrögð bæjarins við Covid-19 faraldrinum. Bæjaryfirvöld vinna í nánu samráði við Almannavarnarnefnd og sóttvarnalækni umdæmisins. Allar aðgerðir bæjarins taka mið af tilmælum þessara embætta. Útbúin hefur verið sérstök viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar og viðbragðsáætlanir nokkurra stofnana sem lagðar voru fyrir bæjarráð til kynningar. Búið er að skipa sérstaka viðbragðsstjórn sveitarfélagsins. Stjórnina skipa bæjarstjóri, framkvæmdastjórar sviða, fjármálastjóri, verkefnisstjóri og kerfisstjóri tölvukerfa bæjarins. Kynnt var fyrir bæjarráði tilkynning um skertan opnunartíma stofnana bæjarins til að fækka smitum og viðhalda órofinni þjónustu. Gripið hefur verið til fordæmalausra viðbragða með ýmsum hætti. Til að mynda hefur starfsfólki sumra stofnana verið skipt í minni hópa þar sem hluti vinnur heima meðan aðrir vinna á starfsstöðvum sínum. Fundir sem starfsmenn Vestmannabæjar sækja skulu eingöngu haldnir með fjarfundabúnaði og óheimilt að funda með öðrum hætti í húsnæði stofnana bæjarins. Ferðabann á allar vinnuferðir starfsfólks Vestmannaeyja hefur tekið gildi og öllum stærri viðburðum á vegum bæjarins verður slegið á frest.

Reglulegir stöðufundir
Bæjarstjóri heldur stöðufundi með bæjarfulltrúum með reglulegum hætti í gegnum fjarfundabúnað og hafa fundir verið haldnir annan hvern dag undanfarna viku. Sú vinna einkennist af góðri samvinnu og sameiginlegum skilningi á alvarlegri stöðu.

Ljóst er að meginþungi starfsemi Vestmannaeyjabæjar mun næstu daga og vikur einkennast af vinnu og viðbrögðum við veirunni.

Reikningar vegna leikskóla- og frístundargjalda sem og skólamáltíða verða sendir út eins og um fulla þjónustu sé að ræða í marsmánuði. Leiðrétt verður fyrir skerðingu á þjónustu fyrir mars og apríl í reikningum af gjöldum fyrir aprílmánuð.

Herjólfur vinnur eftir ströngum fyrirmælum
Stjórn og framkvæmdastjóri Herjólfs hefur unnið eftir ströngum fyrirmælum um rekstur ferjunnar í aðstæðum sem þessum og gripið hefur verið til fyrirbyggjandi aðgerða til að tryggja órofinn rekstur ferjunnar, en jafnframt öryggi starfsfólks og farþega. Þjónusta kann þó að taka einhverjum breytingum líkt og tilkynnt hefur verið. Starfsfólk hefur fengið leiðbeiningar og fyrirmæli um hvernig hægt er að verja starfsemina. Verkefnastjórn sem skipuð var útbjó viðbragðsáætlun skv. tilmælum Almannavarnarnefndar og sóttvarnalækni og neyðarstjórn virkjuð á grunni viðbragðsáætlunarinnar. Stjórn félagsins hefur fundað ört undanfarið vegna ástandsins.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.