Lögreglumenn frá Selfossi stöðvuðu í gær bíl, eftir að hann hafði mælst á 129 kílómetra hraða. Fyrir það fær ökumaðurinn 70 þúsund króna sekt. Þegar lögreglumenn voru að gera skýrslu um málið í nótt kom í ljós að bíllinn var auk þess ótryggður.
Fóru þeir því heim til ökumannsins og klipptu númerin af bílnum. Vísast liggur líka sekt við að aka ótryggðum bíl, en það skýrist nánar í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst