Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs bæjarins greindu formaður og varaformaður frá vinnu og tillögum um breytta verkaskiptingu við yfirstjórn hafnarinnar og gerð nýs skipurits fyrir Vestmannaeyjahöfn sem taka á gildi 1. janúar 2010. Kemur fram í fundargerð að umtalsverðar breytingar hafi orðið á starfsmannahaldi undanfarin misseri og að hafnarstjóri, Ólafur Kristinson, láti af störfum um næstu áramót vegna aldurs.