Ölduhæð og dýpkun
11. febrúar, 2019

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi þann 31. janúar sl. og þær upplýsingar sem við höfðum þá voru að skip frá danska fyrirtækinu Rohde Nielsen kæmu í svokallaða febrúardýpkun enda var sameiginleg bókun bæjarstjórnar svona:

Dýpkun í Landeyjahöfn er mikið í umræðunni enda höfnin lokuð og ekki verið að dýpka þrátt fyrir fögur fyrirheit og ágætar aðstæður. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælti harðlega þegar Vegagerðin tók ákvörðun um að semja við nýjan aðila um dýpkun hafnarinnar til næstu 3ja ára. Að ósk Vestmanneyjabæjar var boðin út febrúardýpkun í Landeyjahöfn, tilboðum í þá dýpkun var öllum hafnað. Í framhaldinu var tekin ákvörðun innan Vegagerðarinnar reyna að semja við þann sem var næst kostnaðaráætlun og standa þær samningaviðræður yfir. Bæjarstjórn hvetur til þess að samningar verið kláraðir fljótt og vel svo hægt verði að dýpka og opna höfnina.

Þó málin hafi ekki verið rekin í fjölmiðlum þá hefur farið mikill tími í þetta stóra hagsmunamál okkar, þar sem bæjarstjórinn okkar hefur reglulega verið í sambandi við Vegagerðina. Ég hef reglulega afritað og geymt hjá mér gögn sem við öll höfum aðgang á hverjum tíma er snýr að sjólagi við Landeyjahöfn.

Það sem er sameiginlegt við siglingar Herjólfs og dýpkunarskipa er að þeir aðilar sem bera ábyrgðina þ.e. skipstjóri viðkomandi skips hefur aðgang að betri og meiri upplýsingum auk reynslunnar til að taka ákvörðun. Oft eigum við það til að bera saman blíðu sjóveður í kringum Eyjar við aðstæður í Landeyjahöfn og horfum blint á ölduhæð þar sem okkur var talin trú um að hægt væri að sigla við ákveðna ölduhæð sem nú í seinni tíð hefur verið miðuð við 2,5m. Fleiri þættir skipta sköpum þ.m.t. öldulengd, straumur, vindur og dýpi.

Með minna dýpi verður meira grunnbrot og það er ekki óalgengt að það brjóti í 1,5m ölduhæð á þeim árstíma sem nú er. Það þýðir þó ekki að leggja árar í bát og staðhæfa að í desember, janúar og febrúar sé hreinlega ekki hægt að dýpka. Við vitum að við ráðum illa við veðrið, það hefur verið óvenju gott síðustu misseri enda sýnir nýleg dýptarmæling að dýpið er óvenju gott miðað við árstíma.

Herjólfur hætti að sigla þann 6. desember sl. og með nokkri vissu má segja að mjög fáir dagar hafi verið til dýpkunar í desember. Hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur mögulega siglt um 6 daga. Í janúar var betri tíð en oft gerist, með nokkri vissu má einnig segja að nokkrir dýpkunardagar hafi verið í seinni hluta mánaðarins og um mánaðarmót. Hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur þá mögulega siglt um 17 daga þó full áætlun hefði ekki náðst alla daga. Það sem af er febrúar hafa verið nokkuð góðar aðstæður, hefði verið nægt dýpi hefði núv. Herjólfur mögulega siglt um helming daga og dýpkunardagar í við færri.

Það er þó aldrei hægt að taka ákvörðun fyrir þá sem bera ábyrgðina því þeir aðilar hafa miklu meiri reynslu og þekkingu en almennir notendur hafa, því ekki hægt fullyrða neitt fyrir viðkomandi. Til að reyna nálgast ofangreint leitaði ég mér til viðbótar upplýsinga hjá staðkunnugum og reyndari mönnum en það sem skiptir mestu máli eru aðstæður við höfnina. Aðstæður og aðkomu þarf fyrst og fremst að laga, þó fyrr hefði verið! Það gagnast öllum sem þurfa nota höfnina en lítið sem ekkert hefur verið gert í að verða 9 ár frá opnun hennar. Samdóma álit reyndustu skipstjóra sem siglt hafa í Landeyjahöfn er að verja þurfi innsiglinguna fyrir brotum. Afkastageta dýpkunarskipa er jafnframt ráðandi og hef ég áður skrifað um það.

Við getum horft bjartsýn til næstu missera því ég hef jafnframt sagt að nýtt grunnristaraskip mun gera betur hvað siglingar í Landeyjahöfn varðar. Baráttunni er þó ekki nærri lokið til þess að Landeyjahöfn verði sú höfn sem lagt var upp með í upphafi.

 

Elís Jónsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst