Óli í Vatnsdal með sína fyrstu bók 91árs

Ólafur Sigurðsson í Vatnsdal og seinna Stapa, vörubílsstjóri, lögregluvarðstjóri, trillukarl, listmálari og ekki síst sagnamaður kynnti bók sína, Undir gjallregni í Eldheimum fyrir skömmu. Vel var mætt og við hæfi að kynna bók um Heimaeyjargosið í Eldheimum.

 Óli er 91 eins árs en bar það ekki með sér þegar hann kynnti bókina sem er persónuleg frásögn sjónarvottar af miklum sögulegum atburðum. Hún er saga af fólki sem tók hrikalegum náttúruhamförum af æðruleysi og þrautseigju í þeirri von að hægt yrði að byggja Eyjar á ný, eins og raunin varð. Sagðist Óli hafa notið aðstoðar Marý Linda Jóhannsdóttir, dótturdóttur sinnar.

Hulda systir Óla, sú mikla sagnamanneskja á kafla í bókinni og líka skrifa börn Óla og Elínar Albertsdóttur sinn kaflann hvert.

 Mynd: Óli og fjölskylda – Marý Linda, Guðjón, Ólafur, Svanhvít og Sigurður.

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.