Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks við Strandvegi 26 voru til umræðu á fundi færðsluráðs fyrr í þessum mánuði. Framkvæmdastjóri sviðs gerði grein fyrir stöðu mála. Öll starfsemi íbúðanna að Vestmannabraut 58b hefur verið flutt yfir í Kjarnann að Strandvegi 26. Starfsmenn lögðu sig mikið fram að flutningurinn gengi sem best og eiga þeir þakkir skilið. Alls bættust þrjár nýjar kjarnaíbúðir við þær fimm sem fyrir voru auk nýrra íbúa. Að auki er þjónustukjarni sem staðsettur er í hornrými annarar hæðar sem nýtist sem sameiginlegt rými fyrir íbúa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst