„Orðlaus, sár, leiður, stjarfur, bugaður og allskonar. Íbúðin sem ég bý í er eitt af þessum nyrstu húsum Grindavíkur,“ segir Eyjamaðurinn Guðjón Örn Sigtryggsson á Facebokksíðu sinni, Hann þurfti að yfirgefa heimili sitt í Grindavík í stóru skjálftunum tíunda nóvember.
Þar talar hann fyrir hönd flestra Grindvíkinga sem eru að upplifa það sama og Eyjafólk gerði fyrir réttu 51 ári þegar gos hófst á Heimaey 23. Janúar 1973. Hugur þeirra er því hjá grönnum okkar.
„Það er fátt að segja en þetta er allur tilfinningaskalinn,“ sagði Guðjón þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til hans upp úr hádegi dag. Hann býr í Grafarvogi en er með félögum sínum í Björgunarfélagi Grindavíkur sem er með stjórnstöð í Keflavík.
„Íbúðin mín er í blokk sem er nærri sprungunni sem opnaðist næst bænum. Einn sagði við mig að staðsetningin væri rétt vestan við Kirkjubæina og vísaði þar til gossins í Eyjum 1973,“ sagði Guðjón sem eyrir ekki við fyrir framan sjónvarpið.
„Það er ekki gaman að horfa á þetta en maður getur ekkert gert. Ég reyni að finna mér eitthvað að gera. Sem betur fer fór ég heim í gærkvöldi og náði í ýmsa persónulega muni. Myndir og málverk krakkanna og fleira smálegt. Búslóð og þvottavélar er hægt að bæta en ekki teikningar barnanna.“
Guðjón sagði þetta í einu orði sagt hrikalegt. „En nú kemst maður nærri því að upplifa það sama og Eyjafólk gerði 1973. Auðvitað er þetta erfitt en náttúran er mögnuð og maður getur ekkert gert nema tekið utan um sitt fólk og vonað það besta,“ sagði Guðjón að lokum.

Jonathan Þröstur Guðjónsson, Guðríður María Sicat Guðjónsdóttir og Jökull Máni Sicat Guðjónsson.

Guðjón og félagar að störfum.

Guðjón og félagar að störfum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.