Kvennalið ÍBV í handbolta mætti botnliði Stjörnunnar í lokaleik níundu umferðar Olís deildar kvenna í Garðabænum í gær. Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með botnliðið og unnu tíu marka sigur.
Eyjakonur komust þremur mörkum yfir í upphafi leiks en Stjörnukonur jöfnuðu í 9-9 eftir tuttugu mínútna leik. Eyjakonur náðu aftur upp forskotinu og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-17.
Eyjakonur juku forskot sitt í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur leiksins 26-36. Eftir níu umferðir eru Eyjakonur á toppnum ásamt Val og ÍR, öll með 14 stig. Stjarnan er áfram á botninum með 1 stig.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir var markahæst í leiknum með átt mörk ásamt Vigdísi Örnu Hjartardóttir, leikmanni Stjörnunnar. Amalia Frøland varði 15 skot í marki ÍBV og Ólöf Maren Bjarnadóttir 1.
Mörk ÍBV: Alexandra Ósk Viktorsdóttir 8 mörk, Sandra Erlingsdóttir 6, Amelía Dís Einarsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Britney Emilie Florianne Cots 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1.
Nú tekur við mánaðarpása í deildinni en Eyjakonur taka næst á móti ÍR, miðvikudaginn 17. desember kl. 18:30 í Eyjum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst