�?rugg­ur sig­ur Hauka á slök­um Eyja­mönn­um
Hauk­ar færðust upp fyr­ir ÍBV ör­ugg­um og stór­um sigri á Eyja­mönn­um, 32:24, í 10. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik í Schen­ker-höll­inni á Ásvöll­um í kvöld. Hauk­ar ræðu lög­um og lof­um í leikn­um í 50 mín­út­ur og var sig­ur þeirra síst of stór. Hauk­ar voru sex mörk­um yfir í hálfleik, 18:12. Mbl.is greindi frá.
�?etta var fimmti tap­leik­ur ÍBV í röð í deild­inni og í bik­ar­keppn­inni.
Eyja­menn byrjuðu leik­inn af krafti og voru marki yfir, 4:3, eft­ir tæp­lega níu mín­út­ur. En þá hrundi leik­ur þeirra al­gjör­lega. Leik­menn ÍBV gerðu hver mis­tök­in á fæt­ur öðrum í sókn­ar­leikn­um með þeim af­leiðing­um að Hauka fengu hvert hraðaupp­hlaupi eft­ir annað. Á átta mín­útna kafla skoruðu Hauk­ar átta mörk gegn tveim­ur Eyja­manna. Staðan breytt­ist í 11:6 en þar með var raun­um ÍBV ekki lokið. Hauk­ar bættu í og voru með sjö mörk­um yfir, 15:8. ÍBV rétti aðeins sinn hlut fyr­ir hálfleik þegar liðið var ekki nema sex mörk­um und­ir, 18:12.
Vörn Hauka var ágæt í fyrr hálfleik auk þess sem Grét­ar Ari Guðjóns­son átti stór­leik í mark­inu og varði níu skot en hann byrjaði í mark­inu í fyrsta leik sín­um fyr­ir Hauk­ana á þess­ari leiktíð. Ann­ars færðu Eyja­menn Hauk­um leik­inn í hend­urn­ar í fyrri hálfleik með afar slök­um sókn­ar­leik sem byggðist mest í kring­um Sig­ur­berg Sveins­son sem nú í fyrsta sinn sem gest­ur á Ásvöll­um hvar hann lék um ára­bil og vann nokkra titla. �?egar við bætt­ist að leik­menn ÍBV voru sein­ir aft­ur í vörn­ina var ekki við góðu að bú­ast.
Eft­ir sex marka for­skot í hálfleik var eins kæru­leysi gerði vart við sig á upp­haf­smín­út­um síðari hálfleiks hjá Hauk­um. �?egar við bætt­ist að meiri agi kom á leik ÍBV þá var mun­ur­inn fljót­ur að minnka. Agn­ar Smári Jóns­son var tek­inn af leik­velli eft­ir slak­an leik og síðan fékk Sig­ur­berg­ur Sveins­son þriðju brott­vís­un eft­ir tæp­ar fimm mín­út­ur. Agn­ar Smári fékk dágóða hvíld en kom inn á aft­ur þegar á leið hálfleik­inn.
Hauk­ar voru þrem­ur mörk­um yfir, 23:20, þegar rúm­ar 12 mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleik. Eyja­menn áttu mögu­leika á að minnka mun­inn í tvö mörk en þess í stað þá juku Hauk­ar for­ystu sína á ný og voru fimm mörk­um yfir, 25:20, þegar síðari hálfleik­ur var hálfnaður. Mun­ur­inn jókst áfram á ný og var kom­inn í níu mörk, 29:20, þegar átta mín­út­ur voru til leiks­loka. �?rslit­in voru ráðin.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.