Haukar færðust upp fyrir ÍBV öruggum og stórum sigri á Eyjamönnum, 32:24, í 10. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Schenker-höllinni á Ásvöllum í kvöld. Haukar ræðu lögum og lofum í leiknum í 50 mínútur og var sigur þeirra síst of stór. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12.
Mbl.is greindi frá.
�?etta var fimmti tapleikur ÍBV í röð í deildinni og í bikarkeppninni.
Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru marki yfir, 4:3, eftir tæplega níu mínútur. En þá hrundi leikur þeirra algjörlega. Leikmenn ÍBV gerðu hver mistökin á fætur öðrum í sóknarleiknum með þeim afleiðingum að Hauka fengu hvert hraðaupphlaupi eftir annað. Á átta mínútna kafla skoruðu Haukar átta mörk gegn tveimur Eyjamanna. Staðan breyttist í 11:6 en þar með var raunum ÍBV ekki lokið. Haukar bættu í og voru með sjö mörkum yfir, 15:8. ÍBV rétti aðeins sinn hlut fyrir hálfleik þegar liðið var ekki nema sex mörkum undir, 18:12.
Vörn Hauka var ágæt í fyrr hálfleik auk þess sem Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik í markinu og varði níu skot en hann byrjaði í markinu í fyrsta leik sínum fyrir Haukana á þessari leiktíð. Annars færðu Eyjamenn Haukum leikinn í hendurnar í fyrri hálfleik með afar slökum sóknarleik sem byggðist mest í kringum Sigurberg Sveinsson sem nú í fyrsta sinn sem gestur á Ásvöllum hvar hann lék um árabil og vann nokkra titla. �?egar við bættist að leikmenn ÍBV voru seinir aftur í vörnina var ekki við góðu að búast.
Eftir sex marka forskot í hálfleik var eins kæruleysi gerði vart við sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks hjá Haukum. �?egar við bættist að meiri agi kom á leik ÍBV þá var munurinn fljótur að minnka. Agnar Smári Jónsson var tekinn af leikvelli eftir slakan leik og síðan fékk Sigurbergur Sveinsson þriðju brottvísun eftir tæpar fimm mínútur. Agnar Smári fékk dágóða hvíld en kom inn á aftur þegar á leið hálfleikinn.
Haukar voru þremur mörkum yfir, 23:20, þegar rúmar 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eyjamenn áttu möguleika á að minnka muninn í tvö mörk en þess í stað þá juku Haukar forystu sína á ný og voru fimm mörkum yfir, 25:20, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Munurinn jókst áfram á ný og var kominn í níu mörk, 29:20, þegar átta mínútur voru til leiksloka. �?rslitin voru ráðin.