Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið.
Bæjarstjóri greindi frá því að tíu bæjarstjórar á landsbyggðinni, sem eru með flugvöll á sínum snærum, hafa óskað eftir fundi með samgönguráðherra, heilbrigðisráðherra og borgastjóra eins fljótt og auðið er. Ætlunin er að ræða þá alvarlegu stöðu sem er uppi vegna lokana flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli og til hvað ráðstafana á að grípa svo hægt sé að tryggja sjúkraflug og áætlunarflug um Reykjavíkurflugvöll. Íbúar á landsbyggðinni geta ekki sætt sig við þessa stöðu sem er uppi.
Í aameiginleg bókun bæjarstjórnar segir: Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir því til borgaryfirvalda og ríkisstjórnarinnar, að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar sem fyrst. Brýnir hagsmunir eru í húfi þar sem um 630-650 sjúklingar eru fluttir á Landspítalann árlega með sjúkraflugi, 133 eða 20% komu með sjúkraflugi frá Vestmanneyjum á síðasta ári. Takmarkanir á sjúkraflugi tefla lífi og heilsu fjölda sjúklinga í hættu. Hin sjálfsagða krafa er að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, eins og kveðið er á um í lögum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst