Óveður, bjargir og varaafl í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir drög að minnisblaði sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur tekið saman og sendi þann 15. mars sl. Í drögunum eru lagðar fram tillögur að uppsetningu varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum, greinargerð um kostnað og tillögur að fjármögnun. Skipaður var starfshópur til þess að kanna möguleika á uppsetningu varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum og hafa viðræður átt sér stað milli hópsins og fulltrúa Landsnets um ólíka kosti í stöðunni og greindi bæjarstjóri frá þeim fundum.

Bæjarráð telur í niðustöðu sinni rétt að undirstrika að ábyrgð á að tryggja varaafl í Vestmannaeyjum liggur hjá ríkinu og Landsneti. Í ljósi þess hve stutt á veg áform um uppbyggingu varaafls í Vestmannaeyjum eru komin hafa Vestmannaeyjabær og aðrir hagsmunaaðilar óskað eftir samtali við Landsnet um að flýta uppbyggingunni og jafnvel að eiga samstarf um hana, ef það leiðir til þess að uppbyggingaráformum verði flýtt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með starfshópnum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.