Óvenju mikið sandfok í austanrokinu síðustu daga

Austanrokinu síðustu daga hefur fylgt mikill mökkur af sandi og meiri en venjulega. Sjást þess merki í Vestmannaeyjum, á húsum, bílum og ekki síst rúðum húsa sem eru mattar af ryki og mold. Það er ekki nýtt að rykmökkur fylgi hörðum og þurrum austanáttum en sjaldan eins og núna. Sumir hafa bent á framkvæmdir á Nýja hrauni. Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins er sammála um að óvenju mikið mold- og sandfok hafi verið á verstu óveðursdögunum síðustu daga.

„Óvíst er að hvað miklu eða almennt einhverju leyti það kemur frá framkvæmdastaðnum uppi á hrauni. Ekki er hægt að koma í veg fyrir sand og moldfok á svona dögum. Þó má benda á að Þjótandi er mestmegnis að flytja grófara efni á hrauninu niður í fjöru,“ sagði Brynjar en flutningarnir tengjast framkvæmdum við fiskeldisstöðina sem senn rís í Viðlagafjöru.

Þá má benda á að mikill mökkur af fastalandinu eins og hefur legið yfir Eyjum síðustu daga er ekki nýtt í austan- og norðaustan áttum.

Mynd: Þessi vegstika hefur orðið fyrir barðinu á moldrokinu.

Nýjustu fréttir

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.