Austanrokinu síðustu daga hefur fylgt mikill mökkur af sandi og meiri en venjulega. Sjást þess merki í Vestmannaeyjum, á húsum, bílum og ekki síst rúðum húsa sem eru mattar af ryki og mold. Það er ekki nýtt að rykmökkur fylgi hörðum og þurrum austanáttum en sjaldan eins og núna. Sumir hafa bent á framkvæmdir á Nýja hrauni. Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins er sammála um að óvenju mikið mold- og sandfok hafi verið á verstu óveðursdögunum síðustu daga.
„Óvíst er að hvað miklu eða almennt einhverju leyti það kemur frá framkvæmdastaðnum uppi á hrauni. Ekki er hægt að koma í veg fyrir sand og moldfok á svona dögum. Þó má benda á að Þjótandi er mestmegnis að flytja grófara efni á hrauninu niður í fjöru,“ sagði Brynjar en flutningarnir tengjast framkvæmdum við fiskeldisstöðina sem senn rís í Viðlagafjöru.
Þá má benda á að mikill mökkur af fastalandinu eins og hefur legið yfir Eyjum síðustu daga er ekki nýtt í austan- og norðaustan áttum.
Mynd: Þessi vegstika hefur orðið fyrir barðinu á moldrokinu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.