Lögreglan vill minna á að núna á miðvikudaginn 8. júní til og með 11. júní nk. verður haldið TM mót ÍBV ( Pæjumótið ) og eru ökumenn, í tilefni þess, hvattir til að aka varlega í kringum knattspyrnuvelli bæjarins, enda fjölgar gangandi vegfarendum töluvert í tengslum við mótið. �?á eru gangandi vegfarendur jafnframt hvattir til að fara varlega í umferðinni, nota gangbrautir og líta til beggja hliða áður en farið er út á götu.