Páll Marvin ráðinn verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfus

Bæjarráð Ölfus hefur tekið ákvörðun um að ráða Pál Marvin Jónsson, framvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja og sjávarlíffræðing sem verkefnastjóra um stofnun Þekkingarseturs Ölfus. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstóri í samtali við Eyjafréttir.

“Sveitarfélagið Ölfus hefur nú í nokkurn tíma unnið markvisst að eflingu atvinnulífsins.  Liður í því er stofnun Þekkingarseturs.  Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt í ljósi þess að íbúafjölgun hér er hröð en á seinasta ári fjölgaði þeim um 7%.  Tækifærin eru hér mikil svo sem vegna þeirrar miklu jarðorku sem hér er að finna, gnægðar af fersku vatni, miklu landi og síðast en ekki síst einnar bestu útflutningshafnar á landinu.  Hér eru í undirbúningi miklar framkvæmdir sem tengjast framleiðslu á vistvænum matvælum svo sem með fulleldi á laxi, tilkomu ylvera, framleiðslu á smáþörungum, eflingu seiðaeldis, nýsköpun í sjávarútvegi og margt fl.  Þau fyrirtæki bætast þar við þau sterku fyrirtæki sem þegar starfa á þessu sviði í Sveitarfélaginu.  Með stofnun Þekkingarseturs Ölfus munum við vinna markvissara með fyrirtækjum að uppbyggingu á fjölbreyttara atvinnulífi á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á umhverfisvæna matvælastarfsemi og nútíma aðferðir við framleiðslu á próteini og öðrum lífrænum afurðum.  Þá verður horft til fræðslustarfs, fjölgun atvinnutækifæra, vísindarannsókna, nýsköpunar og fl.

Til að undirbyggja þetta höfum við unnið náið með fjölmörgum fyrirtækjum, innan sveitarfélags sem utan. Þá höfum við tekið markvissan þátt í gerð matvælastefnu fyrir landið, sótt um Evrópustyrki, haldið fjöldan allan af kynningum og fl.  Nú er svo komið að verkefnið er orðið það stórt að það kallar á sérfærðiþekkingu og starfskraft sem einbeitir sér að frekari sókn.  Þess vegna auglýstum við eftir starfsmanni.  Fyrst um sinn verður um verkefnastjóra að ræða sem falið verður að stofna sérstakt félag utan um þetta.  Þá þarf að móta samþykktir, búa til fjárhagsáætlun, fjármagna reksturinn, laða að nýja stofnaðila og svo framvegis.  Á síðari stigum gerum við ráð fyrir að ráða framkvæmdastjóra og eftir atvikum fl. starfsmenn.

Páll hefur leitt uppbyggingu sambærilegs starfs í Vestmannaeyjum um langt bil og ekki á neinn hallað þótt honum sé eignaður stór heiður í því hversu vel hefur til tekist með Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum.  Hann er með afar heppilega menntun sem líffræðingur og reynslu þar sem saman fer þekking á umhverfi fiskeldis, sjávarútvegi og almennt framleiðslu á lífefnum en um leið hefur hann haldgóða þekkingu og reynslu á sviði ferðaþjónustu.  Þessi tvö svið horfum við sterkt til.

Við munum funda með Páli á næstu dögum og komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvernig störfum hans verður háttað og hvenær hann hefur störf,” sagði Elliði í samtali við Eyjafréttir.

 

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.