Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að yfirgefa klúbbinn og halda af landi brott. Næsti viðkomustaður hans er Ísrael þar sem hann hefur samið við HC Holon.
Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að Pavel hafi verið 25 ára gamall þegar hann kom til ÍBV í janúar árið 2023 frá spænska liðinu San Jose Lanzarote. „Pavel var lykilhlekkur í liðinu þegar liðið varð íslandsmeistari vorið 2023. Pavel heldur áfram með sinn feril og ætlar að taka skref til Ísrael og ganga til liðs við HC Holon. Við óskum honum velgengni hjá þeim og þökkum honum kærlega fyrir allt sem hann hefur gert fyrir ÍBV.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst