Pólitíkin og landsbyggðin
25. apríl, 2007

Íbúar á landsbyggðinni hafa á undanförnum árum fengið smjörþefinn af hinni köldu markaðshyggju þar sem stór þjónustufyrirtæki hafa verið einkavædd og þau síðan dregið stórlega úr þeirri þjónustu sem ríkisstofnanir veittu áður á landsbyggðinni. Víst er að okkur Framsóknarmönnum hefur þar oftar en ekki þótt geyst farið en orðið að sæta forræði sjálfstæðismanna yfir þeim ráðuneytum sem þeir hafa farið með. �?annig hefur verið erfitt um vik fyrir ráðherra flokksins að hamla á móti einkavæðingu í samgöngu- og fjarskiptafyrirtækjum en það hefur þó verið gert eftir mætti. Nú síðast þegar til stóð að bjóða út landsstöðvar Vegagerðarinnar.

Í þeim málefnum sem eru undir stjórn Framsóknarráðherra hefur verið hlúð að starfsstöðvum í hinum dreifðu byggðum þrátt fyrir tilhneigingu reiknimeistara ráðuneytanna til að fara aðrar leiðir. �?að er rík sú trú að það megi reikna okkur til þeirrar hagræðingar að betra sé að þjappa byggðinni saman. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær þjóðir eru ekki ríkari þar sem slíkum reiknimeisturum hefur verið gefinn laus taumur.

Fari svo að hér taki við ný Viðeyjarskotta, samstjórn krata og íhalds má búast við að reikniköllum þessum og hinni köldu markaðshyggju verði gefinn mun lausari taumur en verið hefur. �?á mun sverfa að hinum dreifðu byggðum þar sem meðaltöl reiknimeistaranna eru ekki innan staðla.

En lengi getur vont versnað. Verst landsbyggðinni er hin undarlega fjallagrasapólitík Vinstri grænna. �?ar á bæ styrkir fylgisaukning forsvarsmenn flokksins í þeirri trú að ekkert megi hreyfa og engu megi breyta. Fjármálamenn hafa sumir lýst áhyggjum af viðhorfi þingmanna VG til bankanna og stórfyrirtækja. Sjálfur hef ég ekki minni áhyggjur af því hvaða áhrif öfgafull umhverfisstefna hefur á líf þess fólks sem berst við að lifa af landinu og í landinu. Friðun á hverjum steini, bann við hverskyns raski austan Elliðaáa eru ær og kýr þess hóps sem mótar stefnu Vinstri grænna. Nógar girðingar hafa þegar verið settar fyrir framkvæmdum landsbyggðarfólks af blýantsmönnum fyrir sunnan. Guð hjálpi okkur ef þeim pótintátum á enn eftir að fjölga.

Höfundur skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst