Prósentan í Vestmannaeyjum sú fimmta hæsta
11. febrúar, 2015
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af 15. �?rjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ um 67%, hjá Sveitarfélaginu Árborg um 9% og Fjarðarbyggð um 7%. �?au sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um 8%, Seltjarnarnes 5% og Kópavogur 2%.
�?etta kemur fram hjá Verðlagseftirliti ASÍ sem hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í Vestmannaeyjum er fasteignaskattur húss og lóðar 0,42% af fasteignamati. Er það fimmta hæsta prósentan hjá þessum 15 sveitarfélögum. Á Reyðafirði er prósentan 0,45, á Egilsstöðum 0,5, á Sauðárkróki 0,5 prósent og í eldri byggð á Ísafirði 0,625 prósent. Í öðrum sveitarfélögunum er algeng prósenta 0,2 til 0,3.
�?egar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati, hækkar álagður fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir að nokkur þeirra lækki álagninguna. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ – Keflavík/Njarðvík bæði í sérbýli og fjölbýli um 70%. Fasteignaskatturinn hækkar almennt meira á fjölbýli en sérbýli. En fasteignaskatturinn lækkar hjá Ísafjarðabæ �?? Eldri byggð um 6% bæði á sérbýli og fjölbýli vegna lækkunar á fasteignamati. Einnig er lækkun á sérbýli í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Fljótsdalshéraði – Egilsstöðum. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat í fjölbýli um 6,9 prósent og 7,5 prósent í sérbýli.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst