Pysjueftirlitið - Myndband á þremur tungumálum
Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga.
Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku.
Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og efnilegt björgunarfólk að kynna sér málin.
Þeir sem koma til Eyja að taka þátt í pysjubjörgun í fyrsta sinn þurfa oft á tíðum að fá leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að og þá ætti myndbandið að koma að góðum notum.
Vonumst við til að myndbandið verði bæði til gagns og gamans.
Vestmannaeyjabær veitti styrk til verkefnisins úr “Viltu hafa áhrif” og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.