Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ telur ekki ástæðu til að fylgja ráðgjöf um 25.000 tonna samdrátt í veiðum á ufsa og fremur sé ástæða til að auka veiði á síld en draga úr henni. Einnig dregur hann í efa að sá niðurskurður sem boðaður er í tengslum við karfa- og grálúðuveiði sé skynsamlegur í stöðunni og fara þurfi vel yfir ráðgjöf Hafró í tengslum við helstu kolastofnana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst