Ráðherra hafnað - hver er staðan?
24. febrúar, 2024
20230813_heimaklettur_nyja_hraun_min
Meðal þess sem ríkið gerir kröfu til að fá er Heimaklettur og Nýja hraunið. Eyjar.net/Tryggvi Már

Óbyggðanefnd hafnaði á fimmtudag beiðni fjármála- og efnahagsráðherra um að nefndin endurskoðaði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir áður.

Til að fá nánari upplýsingar um hvað þetta þýði leitaði Eyjar.net til Jóhanns Péturssonar hæstaréttarlögmanns sem þekkir vel til eignarréttar hér í Vestmannaeyjum. Hann var m.a. í forsvari fyrir jarða- og túnanefnd Vestmannaeyja á sínum tíma.

Aðspurður um hvernig staðan sé núna, segir hann að óbyggðanefnd hafi gefið Vestmannaeyjabæ og þá þeim öðrum sem telja sig eiga eignarrétt að Vestmannaeyjum, beinan eða óbeinan frest til 15. maí 2024 til að lýsa kröfu til nefndarinnar. Þessi dagsetning er ekki heilög og er hægt að fá frekari fresti ef þurfa þykir. Kröfulýsing Vestmannaeyjabæjar á þessu stigi er ekki flókin og þarf ekki að styðjast við mikinn fjölda heimilda.

Kerfisbundin söfnun heimilda

Er hægt að koma frekari kröfum að síðar?

Já, það er hægt og ekki óalgengt að slíkt gerist, t.d. að það bætist við málsaðilar þó svo að það eigi kannski ekki við í þessu tilviki en hugsanlega munu einhverjir til viðbótar lýsa yfir óbeinum eignarrétti í tiltekin landsvæði.

Það sem gerist næst eftir að kröfum hefur verið lýst, er að óbyggðanefnd í samvinnu við Þjóðskjalasafn stendur að kerfisbundinni söfnun heimilda. Vestmannaeyjabær getur auðvitað líka safnað heimildum. Þegar að þeirri söfnun lýkur, en hún tekur mánuði, þá er málsaðilum gefinn kostur á því að skila greinargerðum. Fyrst ríkið og svo t.d. Vestmannaeyjabær. Þá liggja fyrir heimildir og kröfur geta breyst, aukist eða dregist saman.

Ólíklegt að úrskurður óbyggðanefndar falli fyrr en á árinu 2025

Og kemur síðan úrskurður óbyggðanefndar?

Að lokum kemur úrskurður frá óbyggðanefnd en áður en það gerist þá gefst málsaðilum tækifæri t.d. til sátta og að breyta sínum kröfum t.d. gæti ríkið ákveðið á grundvelli fyrirliggjandi heimilda að draga úr sinni kröfugerð áður en  og ef, til úrskurðar óbyggðanefndar kemur. Þetta gerist ekki á nokkrum mánuðum heldur líður talsverður tími og ólíklegt að úrskurður óbyggðanefndar falli fyrr en á árinu 2025.

Hvað gerist síðan eftir að úrskurður óbyggðanefndar liggur fyrir?

Þá er annaðhvort allir málsaðilar ánægðir og málið fer ekki lengra og úrskurður óbyggðanefndar verður endanlegur eða einhver málsaðila getur farið með málið fyrir dóm, héraðsdóm. Þá gefst m.a.s. aðilum færi á að breyta, auka eða minnka við kröfur sínar og málsástæður frá því sem var hjá óbyggðanefnd. Kannski fer bara hluti af úrskurði óbyggðanefndar fyrir dómstóla en annar hluti yrði endanlegur. Það er líka mögulegt.

Málið á byrjunarstigi

Hvenær lýkur þá þessu máli?

Því gæti lokið hjá óbyggðanefnd t.d. með sátt. Því gæti lokið með úrskurði óbyggðanefndar t.d. á árinu 2025 en ef málið fer í gegnum öll stig dómstóla þá lýkur því kannski 2027-2028, á að giska. Málið er núna á byrjunarstigi og rétt að árétta að við erum ekki að falla á neinum tímafresti, segir Jóhann Pétursson.

https://eyjar.net/krofunni-haldid-til-streitu/

https://eyjar.net/obyggdanefnd-fellst-ekki-a-beidni-radherra/

https://eyjar.net/krofugerdin-kom-a-ovart/

https://eyjar.net/nu-thurfum-vid-ad-gripa-til-varna/

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst