Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg
_DSC0433.
Á miðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Áformaðar breytingar verða kynntar í samráðsgátt nú í haust. Breytingarnar snúa m.a. að ákvæðum er varða gagnsæi og tengdra aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóði sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029. Jafnframt hefur innviðahópur sem matvælaráðherra skipaði í apríl sl. unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðakvóta, áætlað er að hópurinn skili tillögum í september.

Áfram verður unnið með tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og þær hafðar til hliðsjónar við frekari stefnumörkun og breytingar á sviði sjávarútvegs, segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Nánar má kynna sér Auðlindina okkar og skýrsluna Sjálfbær sjávarútvegur hér.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.