Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku en tvö fíkniefnamál komu upp. Um var að ræða lítilsháttar af kannabisefni sem var ætlað til eigin nota. Í öðru málinu var ökumaður bifreiðar kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Um helgina var annar aðili handtekinn og kærður fyrir að ráðast að lögreglumönnum en búið var að hafa afskipti af honum fyrr um nóttina. Sá viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum fíkniefna en þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem má lesa hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst