Stjórn Herjólfs ohf. fjallaði m.a. um Landeyjahöfn, lögheimilisafslátt og siglingaáætlun ferjunnar þegar sigla þarf til Þorlákshafnar á fundi sínum í lok janúar.
Áhyggjur af stöðunni
Fram kemur í fundargerðinni að siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafi verið afar stopular frá því í október 2023. Ástæðan er fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Samkvæmt siglingaáætlun Herjólfs eru sjö ferðir daglega til Landeyjahafnar. Siglingar til Þorlákshafnar skerða þá þjónustu sem við viljum veita, draga úr tekjum ásamt því að auka verulega kostnað Herjólfs ohf.
Stjórn Herjólfs ohf. lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og kallar eftir framtíðarsýn í málefnum
Landeyjahafnar frá yfirvöldum.
Lögheimilisafsláttur
Þá kemur fram í fundargerðinni að stórn Herjólfs ohf. ítreki að lögheimilisafsláttur gildir aðeins fyrir þá farþega sem hafa lögheimili í Vestmannaeyjum. Eins og áður hefur komið fram er óheimilt er með öllu að nýta þau afsláttarkjör fyrir aðra og hart verður tekið á þeim aðilum sem verða uppvísir að misnotkun.
https://eyjar.net/misnota-logheimilis-afslatt/
Breyta áætluninni tímabundið
Þá kom fram tillaga um að breyta tímasetningu á seinni ferð Herjólfs þegar siglt er til Þorlákshafnar, verði kl. 16:00 frá Eyjum og kl. 19:45 frá Þorlákshöfn. Samþykkt var að breyta áætluninni tímabundið til 31.mars 2024.
Rétt er að taka fram að þessi breyting hefur þegar tekið gildi.
https://eyjar.net/segja-landeyjahofn-vera-a-rettum-stad/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst