Haukur Guðjónsson eða Haukur á Reykjum eins og hann er jafnan kallaður hefur oftar en ekki farið ótroðnar slóðir þegar kemur að landbúnaði og jarðrækt. Í vor setti hann kartöfluútsæði á sláttugras sem hann hafði lagt á auðan blett úti á Nýjahrauni og stráði svo meira grasi yfir. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Ég heyrði viðtal við rússneska konu í Borgarnesi sem ræktaði kartöflur með þessum hætti með góðum árangri, aðferðina hafði hún frá Síberíu og ég ákvað að prufa þetta. Þetta gengur út á það að hylja kartöflugrasið reglulega meðan það er að vaxa. Með þessu móti
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.