Rafmagnslaust á Suðurlandi og í Eyjum - uppfært
Varaaflstöðvarnar í Eyjum hafa verið gangsettar.

Laust fyrir klukkan 10 í morgun fór rafmagnið af Vestmannaeyjabæ. Er rafmagn nú komið á hluta af bænum. Í fyrstu tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagnslaust sé á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. „Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum. Unnið er að koma rafmagni aftur á.”

Í annari tilkynningu frá Landsneti segir að verið sé að keyra upp varaafl á þeim stöðum sem varaafl er á svæðinu. „Unnið er að greina ástæðu fyrir rafmagnsleysinu og er fólk á leiðinni til að skoða línuna. Ekki er vitað að svo stöddu hvað rafmagnsleysið mun vara lengi.”

Uppfært kl. 11.35

Bilunin hefur verið staðsett – um er að ræða slitna bugt á Hvolsvallarlínu 1 við Ytri-Rangá. Unnið er að því að koma rafmagni á svæðið með öðrum leiðum, en á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hversu langan tíma það mun taka en verið er að skoða hvort hægt sé að setja Lækjartúnslínu 2 inn aftur.

Vonast til að rafmagn verði komið á aftur um hálf tvö til tvö

Uppfært kl. 12.20

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnet segir í samtali við Eyjafréttir að verið sé að vinna í  að koma rafmagni á aftur. „Annars vegar er verið að undirbúa viðgerð á bugtinni sem slitnaði og hins vegar að vinna í því að tengja aftur Lækjartúnslínu 2 sem hefur verið úti vegna vinnu við tengivirkið okkar á Hellu en það hluti af vinnu við styrkingu á kerfinu á svæðinu. Vonandi verður rafmagn komið á aftur um hálf tvö til tvö ef allt gengur að óskum en það er erfitt að segja nákvæmlega til um það.  En vonandi styttist í að við komum rafmagni á svæðið,” segir Steinunn.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.