Raforkumál í Eyjum
Hallgrímur Steinsson skrifar
7. janúar, 2026
Hallgrímur Steinsson

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um orkumál hér í Eyjum síðustu daga finnst mér rétt að útskýra betur forsögu þess að VM4 og VM5 voru lagðir til Eyja og þær breytingar sem það hefur í för með sér.  Málaflokkurinn er nokkuð erfiður yfirferðar og mjög eðlilegt að nokkurs misskilnings gæti í umræðunni.

Fram til ársins 2023 var talsvert mikið um að rafmagnslaust yrði í Eyjum á vetrarmánuðum, yfirleitt var skýringin sú að flutningslínur uppi á landi slógu út í slæmum veðrum.  Þessir atburðir ollu því að oft kom upp að ekki var hægt að reka fyrirtæki, t.d. fiskvinnslur, dögum saman með tilheyrandi tjóni fyrir reksturinn sökum ónógs varaafls til afhendingar í Eyjum.

Þetta áttu atvinnurekendur erfitt með að sætta sig við, enda oft mikið undir á vetrarvertíð þegar þessar uppákomur urðu.  Talsverð tjón hafa ennfremur orðið á búnaði bæði á heimilum fólks og í fyrirtækjum vegna spennuflökts tengt þessum atvikum.  Þessi staða varð því til þess að Landsnet voru kallaðir á fundi hér í Eyjum til að ræða þessi mál ásamt HS Veitum og hagaðilum í iðnaði og óskað eftir betrumbótum til að iðnaður hér væri jafnfætis öðrum svæðum á landinu.

Eftir að VM3 sæstrengurinn gaf sig svo í annað skipti árið 2023 var tekin sú ákvörðun að ekki væri hægt að treysta á hann og leggja þyrfti nýjan streng til Eyja.  Með væntri aukningu á sölu raforku auk tilfærslu notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangsflutning var komin forsenda fyrir því að leggja tvo strengi og koma Vestmannaeyjum inn í þann staðal raforkukerfisins að það séu ávallt tvær leiðir til staðar til að tryggja afhendingu orku (N-1 afhending).  Gerð var viljayfirlýsing þar sem að komu Landsnet, umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, HS Veitur, sveitarstjórn og hagaðilar í Eyjum þar sem lýst var yfir að vilji væri til þess að auka afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum og tryggja orkuskipti.

Raforkukerfið getur verið nokkuð flókið að skilja en í grunninn er orka, flutningur og dreifing aðskilið.  HS Veitur er þannig með sérleyfi á dreifingu raforku í Vestmannaeyjum og allir venjulegir notendur fá orku afhenta frá þeim, Landsnet er sérleyfishafi í flutningi á raforku milli landshluta og tengir saman dreifiveitur við orkufyrirtækin, t.d. Landsvirkjun.  Sérleyfishafar hafa lítið svigrúm til að gera upp á milli viðskiptavina og gefa út gjaldskrá sem viðskiptavinir falla inn í eftir hvaða skilyrði þeir uppfylla.  Það er því þannig að áður en VM4-VM5 voru lagðir var Vestmannaeyjar svæði sem var með ótrygga afhendingu og þar af leiðandi var á skerðanlegum taxta.  Nú er búið að afnema þessa taxta og fara þá þeir aðilar sem voru á skerðanlegum flutningi yfir á forgangsflutningstaxta sem er dýrari.  Það er því eingöngu hækkun á flutningsgjaldi til þeirra sem eru að færa sig á milli taxta og aðrir notendur sem eru eftir sem áður á forgangsafhendingu ættu ekki að finna fyrir neinni breytingu nema óbeint gegnum húshitun mögulega. Kostnaður Landsnets við framkvæmdina deilist niður á alla landsmenn sem hlýtur að teljast jákvætt fyrir Vestmannaeyinga.

Það er mikilvægt að halda til haga því hvernig hlutirnir voru, hvað við erum að fá og tækifærin sem fylgja því að vera með góða innviði í Vestmannaeyjum.  Forráðamenn bæjarins eiga hrós skilið fyrir ötula hagsmunagæslu í þessu máli og munu eflaust halda áfram að berjast og ná árangri fyrir hagsmunum Vestmannaeyinga í orkumálum.  Fyrir þorra bæjarbúa táknar þessi breyting aukin tækifæri og meiri gæði á raforkuafhendingu.  Þetta er sigur, ekki tap.

 

Hallgrímur Steinsson

Höfundur er rekstrarstjóri í Laxey.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.