Ragnheiður Rut Georgsdóttir, betur þekkt sem Ragga Gogga, stendur nú fyrir uppboði á Facebook á nýjasta málverki sínu og mun ágóðinn renna til Skákfélagsins Hróksins. Ragga, sem haldið hefur 8 myndlistarsýningar, þekkir vel til starfsemi Hróksins sem teygir sig allt frá Barnaspítala Hringsins til Grænlands. Í færslu á Facebook segir Ragga að málverkið, sem ber heitið Fjallgarðurinn, sé eitt af þeim þýðingarmestu sem hún hefur málað. Hún útbjó sig með því að búa til lista yfir 15 manneskjur sem standa henni nærri og valdi síðan lög sem hún tengdi við þær. ,,�?g hlustaði á lögin á meðan ég málaði, ég gat ekki hætt að mála né vildi það, stórkostleg tilfinning! Fjallgarðurinn er öflugur, hann minnir mig líka á að ég get og ég mun geta. �?að besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf er að fylgja hjartanu, það er akkúrat það sem ég er að gera, ég ætla að setja málverkið á uppboð á Facebook og mun ágóðinn renna til Skákfélags Hróksins.” Ragga hefur lengi verið liðsmaður Hróksins og segir ,,�?g hef verið viðriðin Hrókinn síðan 2003, starf þeirra er aðdáunarvert, sl.13 ár hafa þeir t.d. farið uppá Barnaspítala Hringsins og teflt við veik börn á hverjum fimmtudegi, þeir halda reglulega skákmót í Vin sem er fræðslu og batasetur á vegum Rauða krossins. Hróksmenn hafa byggt upp skákstarf á Grænlandi sem er svo öflugt verkefni og svo mikil snilld. �?g veit að það eru 6 áætlaðar ferðir til Grænlands þetta árið. �?eir eru alltaf að láta gott af sér leiða.” Hrafn Jökulsson formaður Hróksins sagði í samtali við Eyjafréttir að hin rausnarlega gjöf kæmi á besta tíma ,,Ragga Gogga er engill í mannsmynd og snillingur með pensilinn. Fjallgarðurinn hennar er magnað málverk, líklega það besta sem hún hefur málað til þessa. Við erum einmitt á leið til Grænlands nú á miðvikudag þegar uppboðinu lýkur og framundan eru mörg skemmtileg verkefni af öllum stærðum og gerðum. �?g er óendanlega þakklátur fyrir þann hlýhug sem Ragga sýnir og öfunda þá sem verða svo heppnir að hreppa hnossið.”
Uppboðinu lýkur klukkan 20, miðvikudaginn 24.febrúar, en þann dag fara einmitt fimm vaskir Hróksmenn til Grænlands og efna til skákhátíðar í þremur þorpum á austurströndinni.
�?eir sem vilja bjóða í Fjallgarðinn hennar Röggu og í leiðinni styrkja gott málefni, eru hvattir til að hafa sem fyrst samband við hana á Facebook
www.facebook.com/profile.php .