Rauðu dagarnir í ár

Í upphafi árs er gaman að fara yfir hvernig frídagar ársins raðast niður. Í ár eru 11 rauðir dagar, en til samanburðar voru þeir 12 í fyrra. Annar í jólum er á laugardegi í ár en jólafrídagarnir í fyrra voru allir á virkum dögum.

Nýársdagur  (frídagur) Fimmtudagur 1. janúar
Þrettándinn Þriðjudagur 6. janúar
Bóndadagur, upphaf Þorra Föstudagur 23. janúar
Valentínusardagurinn Laugardagur 14. febrúar
Bolludagur Mánudagur 16. febrúar
Sprengidagur Þriðjudagur 17. febrúar
Öskudagur Miðvikudagur 18. febrúar
Konudagur, upphaf Góu Sunnudagur 22. febrúar
Kváradagur Þriðjudagur 24. mars
Pálmasunnudagur Sunnudagur 29. mars
Skírdagur (frídagur) Fimmtudagur 2. apríl
Föstudagurinn langi (frídagur) Föstudagur 3. apríl
Páskadagur Sunnudagur 5. apríl
Annar í páskum (frídagur) Mánudagur 6. apríl
Sumardagurinn fyrsti (frídagur) Fimmtudagur 23. apríl
Baráttudagur verkalýðsins (frídagur) Föstudagur 1. maí
Mæðradagurinn Sunnudagur 10. maí
Uppstigningardagur (frídagur) Fimmtudagur 14. maí
Hvítasunnudagur Sunnudagur 24. maí
Annar í Hvítasunnu (frídagur) Mánudagur 25. maí
Sjómannadagurinn Sunnudagur 7. júní
Þjóðhátíðardagur Íslendinga (frídagur) Miðvikudagur 17. júní
Frídagur verzlunarmanna (frídagur) Mánudagur 3. ágúst
Reykjavík Pride/Gleðigangan Laugardagur 8. ágúst
Menningarnótt í Reykjavík Laugardagur 22. ágúst
Fæðingardagur forseta (HT) Sunnudagur 11. október
Fyrsti vetrardagur Laugardagur 24. október
Hrekkjavaka Laugardagur 31. október
Feðradagurinn Sunnudagur 8. nóvember
Dagur íslenzkrar tungu Mánudagur 16. nóvember
Fullveldisdagurinn Þriðjudagur 1. desember
Aðfangadagur jóla (frí eftir hádegi) Fimmtudagur 24. desember
Jóladagur (frídagur) Föstudagur 25. desember
Annar í jólum Laugardagur 26. desember
Gamlársdagur (frí eftir hádegi) Fimmtudagur 31. desember

Heimild: dagarnir.is

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.