Rebekka Rut að byrja í tíunda bekk

Rebekka Rut Rúnarsdóttir er fædd 2007 og fer í tíunda bekk GRV á komandi skólaári. Hún er ánægð með árin níu sem hún hefur
stundað nám við skólann. Sátt við kennarana og hún hlakkar til að setjast í tíunda bekk sem markar tímamót í lífi ungmenna á Íslandi.

„Helsti kostur skólans er fjölbreytt nám og góð kennsla. Stærðfræðin er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Rebekka og svarar játandi þegar hún er spurð hvort hún sé góð í stærðfræði. „Mér gengur líka vel í íslensku og tungumálum og danskan er allt í lagi. Stefnan er svo að ná sem bestum árangri á prófunum í vor.“

Rebekka er ánægð með félagslífið. „Árshátíðin er alltaf skemmtileg og gaman í skólaferðalögunum,“ segir Rebekka sem stefnir
á nám í FÍV að loknum tíunda bekk þar sem meira verður í boði í félagslífinu. „Ég stefni á að fara á félagsfræðibraut og að loknu stúdentsprófi langar mig að fara í lögfræði,“ segir Rebekka að endingu.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.