Rekstarafkoma Vestmannaeyjabæjar jákvæð

Á fundi sínum í gær tók bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og lágar skuldir.

Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um tæpar 394 m.kr. og rekstrarafkoma A-hluta var jákvæð um 137 m.kr. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 7.525 m.kr. og rekstrargjöld 6.826. m.kr. Afkoman er töluvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2021.

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu tæpum 15,821 m.kr. í árslok 2021. Þar af stóð handbært fé og skammtímafjárfesting í tæpum 2.583 m.kr. Allar fjárfestingar bæjarins á árinu eru fjármagnaðar með handbæru fé (þ.e. eigið fé, ekki lántaka) og námu fjárfestingar samstæðu Vestmannaeyjabæjar um 1.265 m.kr. á árinu.

Markvisst hefur verið unnið að því síðustu ár að greiða niður skuldir bæjarsjóðs og er skuldastaða Vestmannaeyjabæjar við lánastofnanir mjög góð. Jafnframt eru skuldaviðmið, sem oft er vísað til í umræðu um fjármál sveitarfélaga, lá og töluvert lægri en flestra annarra sveitarfélaga.

Styrkleikar sveitarfélagsins koma vel fram í rekstrarafkomu ársins 2021. Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg og vel ígrunduð. Til að mynda eru tekjur alla jafna varlega áætlaðar og gjöld eru nokkuð nærri fjárhagsáætlun ársins.

Hér er að finna ítarlegri fréttatilkynningu um ársreikninginn:

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.