Reynsluboltar skrifa undir

“Það er með mikilli ánægju sem ÍBV tilkynnir að þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir hafa skrifað undir samninga við félagið”, þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV sendi frá sér í dag. Kristín og Þórhildur hafa báðar alist upp innan félagsins en þær hafa einnig leikið fjölmarga leiki fyrir meistaraflokk kvenna hjá ÍBV.

Þórhildur spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna árið 2005 en hún hefur síðan þá leikið 144 leiki fyrir hjá ÍBV. Hún hefur einnig leikið með Þór/KA og Fylki en hún hefur mikla reynslu. Síðast lék Þórhildur með Fylki árið 2018 en hún lék síðast fyrir ÍBV 2015.

Kristín Erna spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna árið 2007 og hefur síðan þá leikið 232 leiki fyrir félagið, líkt og Þórhildur hefur hún mikla reynslu en hún hefur reynt fyrir sér hjá Fylki, KR og Víkingi með góðum árangri. Síðast lék Kristín fyrir ÍBV árið 2019.

Þórhildur leikur á miðjunni en Kristín er sóknarmaður og hafa þær báðar leikið frábærlega í Lengjubikarnum það sem af er. ÍBV gerir miklar væntingar til leikmannanna og koma þær til með að styrkja leikmannahópinn verulega.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.